Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Vigfússon

(í júlí 1732–Íí sept. 1766)

Prestur.

Foreldrar: Vigfús Þórðarson að Hurðarbaki í Reykholtsdal og kona hans Elín Jónsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1747, stúdent 15. maí 1752, með ágætum vitnisburði. Varð djákn í Viðey 1752, en 1754 að Þykkvabæjarklaustri, vígðist 21. ág. 1757 aðstoðarprestur síra Bjarna Helgasonar í Landþingum og hélt því starfi til æviloka, bjó á Minni Völlum. Eftir hann er til skýrsla um Heklugos (Lbs.).

Kona (9. júlí 1758). Ragnheiður (f. um 1729, d. 4. jan. 1788) Bjarnadóttir prests í Landþingum, Helgasonar. Vegna of bráðrar barneignar með henni hætti síra Sveinn prestskap um hálft ár, en var síðan leyft að halda sama starfi. Dætur þeirra: Margrét átti Erling Árnason á Jörfa á Kjalarnesi, Ingibjörg átti síra Eirík Guðmundsson að Útskálum, Guðrún átti Ólaf Ólafsson að Húsum í Holtum, Ragnheiður átti Sturlaug Jónsson í Lunansholti (HÞ.; SGrBf:): Sveinn Þorbjarnarson (16. öld).

Prestur. Kemur fyrst við skjöl 1530 og er þá prestur orðinn (í Hvammi í Norðurárdal), virðist hafa haldið Selárdal um tíma, en síðast Otradal, hefir líkl, d. þar um 1573–A4. Synir hans: Síra Ólafur í Selárdal, síðar á Stað í Súgandafirði, Sveinn, Bjarni (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.