Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Torfason

(um 1662–15. júní 1725)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Síra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ og kona hans Sigríður Halldórsdóttir lögmanns, Ólafssonar. Lærði í Skálholtsskóla, komst í þjónustu Heidemanns landfógeta 1687, fór með honum til Kh., fekk vonarbréf fyrir Munkaþverárklaustri 14. apr. 1688, tók við því 1695, bjó að Munkaþverá og andaðist þar.

Kona (1699). Margrét Magnúsdóttir prests að Kvíabekk, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Eggert lögréttumaður, síðast í Þrándarholti, Páll djákn í Gufunesi, Þóra átti síra Hannes Björnsson að Kvennabrekku, Valgerður átti síra Eirík Brynjólfsson í Miðdal (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.