Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Sölvason

(6. sept. 1722–6. ág. 1782)

Lögmaður, skáld.

Foreldrar: Sölvi klausturhaldari Tómasson að Munkaþverá og kona hans Halldóra Jónsdóttir í Tungu í Fljótum, Sveinssonar prests á Barði, Jónssonar. Lærði í heimaskóla, stúdent 9. júlí 1739 frá Sigurði rektor Vigfússyni og Steini byskupi, fór utan 1742, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 17. dec. s. á., tók lögfræðapróf 20. febr. 1742, með 1. einkunn, varð varalögmaður norðan og vestan 30. mars s. á., tók að fullu við lögmannsdæmi 3. mars 1746 og hélt til æviloka, en var ekki á alþingi eftir 1779 vegna veikinda. Var í nefnd, er sett var 1755, í aðgreiningu fjárráða skóla og byskupsstóla.

Hafði umboð Hólastóls með Þórarni mági sínum 1757–63. Hélt Munkaþverárklaustur (frá 1759), bjó að Munkaþverá og andaðist þar. Búhöldur góður og auðmaður, Drykkfelldur og gleðimaður, nokkuð hæðinn og stríðinn, og spillti það vinsældum hans. Hann var prýðilega gefinn og skáldmæltur. Eftir hann er pr. í kveðskap: Lofvísa eður Lofvísu-lilja, Kh. 1767; erfiljóð eftir Magnús amtmann Gíslason í útfm. hans, Kh. 1778; rímur af Gizuri jarli Þorvaldssyni, Leirárg. 1800 (sjá og Lbs., þar eru og handrit af Falthonsrímum og fyrra hluta Hænsa-Þórisrímna eftir hann). Önnur pr. rit eftir hann: Tyro juris, Kh. 1754 (2. pr. Kh. 1799); Útfm. Jóns sýslumanns Jónssonar í Grenivík, 1769; Det islandske Jus criminale, Kh. 1776, kvæði í Ísl. gát. 0. s. frv. IV. Í handriti eru eftir hann annálar o. fl. (Lbs.).

Kona (21. sept. 1748): Málmfríður (f, 1717, d. 1784) Jónsdóttir sýslumanns í Grenivík, Jónssonar (konungsleyfi 11. nóv. 1740, með því að þau voru systkinabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Jón landlæknir, Jón sýslumaður í Suður-Múlasýslu, Ingigerður átti síra Þorkel Ólafsson að Hólum, Ingibjörg átti síra Magnús Erlendsson að Hrafnagili, Karítas átti Erlend klausturhaldara Hjálmarsson (Útfm., Kh. 1791; Saga Ísl. VI; Safn 11; Tímar. bmf. III; Blanda IV; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.