Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Sveinsson („Sveinn búfræðingur“)

(21. jan. 1849–4. maí 1892)

Skólastjóri.

Foreldrar: Sveinn hreppstjóri Sigurðsson á Ormsstöðum í Norðfirði og kona hans Sigríður Benediktsdóttir prests á Skorrastöðum, Þorsteinssonar. Stundaði búnaðarnám í Stend í Noregi 1869– 71. Ráðinn af bí. Suðuramts 1873–8 til að ferðast um og leiðbeina bændum, en var oft á vetrum utanlands að fullkomna sig í ýmsum greinum búnaðar í landbúnaðarháskóla Dana 1879–81. Vann frá 1884 að svipuðum störfum hérlendis. Var skólastjóri á Hvanneyri frá 1889 til æviloka.

Rit: Leiðarvísir til að þekkja -.. landbúnaðarverkfæri, Kh. 1873; Um meðferð mjólkur og smjörs, Kh. 1876; Uppdráttur Reykjavíkur 1876; Fátt er of vandlega hugað, Kh. 1889; Greinir í Nýjum félagsritum, Andvara, Tidsskrift for Landökonomi og ýmsum blöðum.

Ókv.

Sonur hans: Ólafur vélsetjari í Rv. (Aldarm. bf. Ísl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.