Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Sveinsson (Sigluvíkur-Sveinn)

(10. febr. 1831–16. maí 1899)

Skáld. Launsonur Sveins („Kvenna-Sveins“) Eiríkssonar (Jónssonar) og Kristínar Árnadóttur Eyjafjarðarskálds, Jónssonar. Var ýmist vinnumaður eða lausamaður, stundaði ýmis störf, m.a. hákarlaveiðar, dvaldist víða, en var lengstum kenndur við Sigluvík á Svalbarðsströnd. Vinsæll maður, skemmtinn og fjörugur, líkur móðurföður sínum, einnig í kveðskap sínum. Til er nokkuð í handritum eftir hann í Lbs.

Kona: Hólmfríður Jónsdóttir. Þau slitu samvistir, og fór hún með dætur þeirra 2 til Vesturheims. Á efri árum átti Sveinn son, og hét hann Brynjólfur, hagorður maður, drukknaði í Eyjafjarðará 1916 (F. Sigmundsson: Amma 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.