Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Sveinsson

(27. maí 1809 – 16. júní 1873)

. Bóndi.

Foreldrar: Sveinn Sveinsson í Efra-Haganesi í Fljótum og kona hans Guðlaug Jónsdóttir prests á Barði, Jónssonar. Bóndi á Hraunum 1843–59, en síðan í Haganesi til æviloka. Góður bóndi, atorkumaður við sjósókn, þjóðhagasmiður á tré og járn; las mikið og fróður um margt.

Grandvar maður og prúðmenni.

Kona (1843). Helga (d. 20. febr. 1880, 57 ára) Gunnlaugsdóttir á Neðra-Ási í Hjaltadal, Björnssonar; hún átti áður Guðmund Einarsson á Hraunum. Af 16 börnum Sveins og hennar lifðu 3 föður sinn: Sveinn í Haganesi, Guðlaug átti Jón Antonsson í Arnarnesi, Ingibjörg átti Friðrik Antonsson, bróður Jóns (PG. Ann.; P.Z.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.