Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Sveinsson

(2. janúar 1846–23. nóv. 1918)

Trésmiður,

Foreldrar: Síra Sveinn Níelsson á Staðastað og s.k. hans Guðrún Jónsdóttir. Settist að í Rv. 1875 og þókti ágætur smiður, enda voru hús smíðuð af honum víða um Suðurland.

Kona (1870): Kristjana Agnes (d. 1905) Hansdóttir verzlm. Hoffmanns við Búðir.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún Metta átti síra Sigurð Jónsson að Lundi, Hanna átti Jón trésmið og kaupm. Zoöga í Rv. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.