Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Sveinsson

(1767– í apríl 1791)
Stúdent. Foreldrar; Síra Sveinn Halldórsson í Hraungerði og kona hans Anna Eiríksdóttir. F. í Einholti í Hornafirði. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 2. júní 1790, með mjög góðum vitnisburði. Var heilsutæpur og andaðist hjá foreldrum sínum, ókv. og bl. (HÞ.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.