Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Skúlason

(12. júní [12. apr., Vitæ]– 1824–21. maí 1888)

Prestur.

Foreldrar: Skúli hreppstjóri Sveinsson að Þverá efri í Vesturhópi og kona hans Guðrún Björnsdóttir að Syðri Þverá, Loptssonar. Fór 13 ára til bróður síns (Björns stúdents Skúlasonar), var með honum og lærði nokkuð hjá honum, en var síðan 2 vetur hjá Sigurði Gunnarssyni (síðast presti á Hallormsstöðum). Tekinn í Bessastaðaskóla 1844, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1849, með 1. einkunn (89 st.), skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s. á., með 1. einkunn, tók annað lærdómspróf 1850, með 2. einkunn, lagði fyrst stund á málfræði, en hætti við það eftir 2 ár, Var 5 ár skrifari í íslenzku stjórnarðeildinni í Kh. og lagði þá stund á stjórnfræði og hagfræði. Kom til landsins 1856, var ritstjóri Norðra og forstöðumaður prentverksins á Akureyri 1856–62, fluttist síðan til Rv. og stundaði kennslu.

Var þm. N.-Þing. 1859–67.

Fekk Svalbarð 30. maí 1868, vígðist 14. júní s. á, en fór Þangað ekki, heldur fekk Staðarbakka, í skiptum við síra Vigfús Sigurðsson, fekk Kirkjubæ í Tungu 27. júní 1883, fluttist þangað 1884 og hélt til æviloka.

Var skáldmæltur. Ritstörf: Ævi Sturlu Þórðarsonar (Safn 1); þýddi: Lýsing Íslands eftir Fr. Bergsöe, Kh. 1853; Nokkurar gamlar sögur, Rv. 1914; sá um (auk Norðra): Jónsbók, Ak. 1858, Vatnsdælasögu, Ak. 1858, Finnbogasögu ramma, Ak. 1860.

Kona (23. ágúst 1859): Guðný (f. 23. sept. 1828, d. 12. nóv. 1885) Einarsdóttir, Helgasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún f.k. Ögmundar skólastjóra Sigurðssonar í Flensborg, Helgi var um hríð bankaútibússtjóri á Ísafirði, síðar fasteignasali í Rv., Margrét (Vitæ ord. 1868; Alþmtal; HÞ.; Óðinn III; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.