Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Pétursson, spaki

(– – 1476)

Byskup.

Foreldrar: Pétur meistari (hirðmaður) Pétursson (Gunnarssonar að Auðbrekku, Péturssonar lögmanns, Halldórssonar), fremur en Pétur Finnsson, og Gróa Sveinsdóttir í Hvammi, Jónssonar (SD.). Getur fyrst í prestadómi í Skálholti 1448 og er þar fremstur. Nefndur meistari eða magister í bréfum 1462 og officialis. Var s.á. kjörinn byskup í Skálholti, vígðist 1466 og var það til æviloka. Talinn vel lærður maður og forspár. Í Tíðsfordrífi Jóns lærða Guðmundssonar er hann talinn skáld. Ekki er alveg óhugsanlegt (SD.), að hann sé Skáld-Sveinn (og er 1 kvæði eftir hann, pr. í Kvæðasafni bmf.). Virðist hafa verið lítill fjárgæzlumaður. Synir hans ættleiddir: (með Ásdísi Ólafsdóttur, er síðar átti Jón rauðkoll Jónsson): Pétur ríkismannafæla, (með Þórunni Sigurðardóttur): Síra Sigurður að Hrepphólum (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.