Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Pétursson

(um 1722–5. febr. 1779)

Hólaráðsmaður.

Foreldrar: Pétur Jónsson á Skjöldólfsstöðum og kona hans Ólöf Pétursdóttir (systir Björns sýslumanns að Burstarfelli).

Tekinn í Skálholtsskóla 1739, stúdent 15. júlí 1746. Lagt var fyrir hann að taka Árnes í Trékyllisvík 16. jan. 1754, en hann smeygði því fram af sér. Hann dvaldist með Gísla byskupi Magnússyni, fyrst meðan hann var prestur á Staðastað, síðan alla tíð að Hólum, meðan hann lifði, var þar bryti eða ráðsmaður 1755–78 og hélt Kúluumboð.

Kona (1759). Kristín Þórðardóttir lögréttumanns í Kolviðarnesi, Björnssonar,

Sonur þeirra: Pétur ríki á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal (HÞ.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.