Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sveinn Pétursson
(1772–-30. dec. 1837)
Prestur. Foreldrar; Pétur spítalahaldari Sveinsson á Hörgslandi og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir í Hallgeirseyjarhjáleigu, Sighvatssonar. F. að Fljótum í Meðallandi.
Lærði fyrst hjá þeim síra Jóni Steingrímssyni og síra Jóni Jónssyni á Mýrum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1788, stúdent 1795, vígðist 11. maí 1800 aðstoðarprestur síra Vigfúsar Benediktssonar á Kálfafellsstað, fekk það prestakall 1802, Hof í Álptafirði 1810, Stafafell 1824, í skiptum við síra Berg Magnússon, varð prófastur í Austur-Skaftafellssýslu 16. júlí s. á., fekk Berufjörð 21. maí 1827 og hélt til æviloka.
Steingrímur byskup telur hann (1827) ágætan predikara, ötulan búmann og stunda vel embætti sitt.
Kona (1799): Emerentíana Gísladóttir að Arnardrangi, Þorsteinssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Pétur hreppstjóri að Brekku í Lóni, átti Sigríði, yngri dóttur Eiríks hreppstjóra Benediktssonar á Hoffelli, Árni að Hálsi í Hamarsfirði og Hærukollsnesi, Rannveig óg., átti launbarn með oÞrvarði Jónssyni frá Arnaldsstöðum, Sigurður að Reyðará í Lóni (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur. Foreldrar; Pétur spítalahaldari Sveinsson á Hörgslandi og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir í Hallgeirseyjarhjáleigu, Sighvatssonar. F. að Fljótum í Meðallandi.
Lærði fyrst hjá þeim síra Jóni Steingrímssyni og síra Jóni Jónssyni á Mýrum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1788, stúdent 1795, vígðist 11. maí 1800 aðstoðarprestur síra Vigfúsar Benediktssonar á Kálfafellsstað, fekk það prestakall 1802, Hof í Álptafirði 1810, Stafafell 1824, í skiptum við síra Berg Magnússon, varð prófastur í Austur-Skaftafellssýslu 16. júlí s. á., fekk Berufjörð 21. maí 1827 og hélt til æviloka.
Steingrímur byskup telur hann (1827) ágætan predikara, ötulan búmann og stunda vel embætti sitt.
Kona (1799): Emerentíana Gísladóttir að Arnardrangi, Þorsteinssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Pétur hreppstjóri að Brekku í Lóni, átti Sigríði, yngri dóttur Eiríks hreppstjóra Benediktssonar á Hoffelli, Árni að Hálsi í Hamarsfirði og Hærukollsnesi, Rannveig óg., átti launbarn með oÞrvarði Jónssyni frá Arnaldsstöðum, Sigurður að Reyðará í Lóni (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.