Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Pálsson

(25. apr. 1762–24. apr. 1840)

Læknir.

Foreldrar: Páll gullsmiður Sveinsson á Steinsstöðum í Tungusveit og kona hans Guðrún Jónsdóttir lögréttumanns á Ökrum, Eggertssonar, Tekinn í Hólaskóla 1777, stúdent úr heimaskóla frá Hálfdani rektor Einarssyni 30. apr. 1782, með góðum vitnisburði, nam síðan lækningar hjá Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi og fekk námsvottorð hjá honum, fór utan 1787, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. jan. 1788, með 2. einkunn, lagði stund á læknisfræði og náttúrufræði, og tók 1. júní 1791 próf í náttúruvísindum. Ferðaðist um Ísland 1791–5 fyrir náttúrufræðifélag Dana og sendi því skýrslur.

Setti bú að Skála undir Eyjafjöllum 1796, fluttist að Kornmúla í Fljótshlíð 1797, en að Vík í Mýrdal 1809 og var þar til æviloka. Varð 4. okt. 1799 læknir í austurhluta Suðurlands, fekk lausn frá því embætti 20. nóv. 1833, var settur landlæknir 25. apr. 1803–29. júlí 1804. Hann var vel gefinn, skáldmæltur (sjá Lbs.), ötull læknir og einn helæti náttúrufræðingur landsins. Eftir hann er prentað: Udtog af Dagbog; Anatomisk Beskrivelse over Delphinus phocæna (í Naturhistorieselsk, Skr. 1792-3); Noget om -.. epidemisk Feber (Nyt Bibliotek 1804); Ævisaga Jóns Eiríkssonar (með Bjarna amtm. Þorsteinssyni), Kh. 1828; Æwvisaga síra Gísla Þórarinssonar; Islændingen S. P. Beskrivelse af isl. Vulkaner (d. norske Turistforenings Aarbog), Kria 1883; Skýrsla um Kötlugos (Safn IV).

Sá um prentun lækningabókar Jóns Péturssonar, 1834. Þýddi: J. F. Martinet: Eðlisútmálun manneskjunnar, Leirárg. 1798; B. C. Faust: Spurningakver heilbrigðinnar, Kh. 1803. Í Lbs. eru merk handrit eftir hann: Journal holden paa en Naturforsker-Reise udi Island 1791–7 (er nú ísl. og prentuð að tilhlutan Jóns Eyþórssonar); veðurbækur; almanök o. fl. Greinir eru í Lærdómslistafélagsritum, Gamani og alvöru, Nyt Bibliotek og Klausturpósti, sjá og Jón landlækni Þorsteinsson.

Kona (19. okt. 1795): Þórunn (f. 16. mars 1776, d. 11. mars 1836) Bjarnadóttir landlæknis, Pálssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Jón bókbindara Vigfússon Scheving, síra Benedikt í Reynisþingum, Björn söðlasmiður ókv. og bl., Ingibjörg átti Einar Einarsson að Reynishólum, Sigríður átti Eirík Jónsson í Hlíð í Skaftártungu, síra Jón að Mælifelli, Páll bókbindari í Kh. (Ársrit fræðafél. 1929; Þorv. Th. Landfrs. Ill; Lækn.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.