Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Pálsson

(17. sept. 1688–12. dec. 1757)

Prestur.

Foreldrar: Síra Páll Sveinsson í Goðdölum og kona hans Þorbjörg Oddsdóttir á Fitjum, Eiríkssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1702, stúdent 14. apr.1709, vígðist 1716 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 16. ág. 1736, eftir lát hans, og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann heldur lélegan vitnisburð, en búmaður var hann góður.

Kona (24. nóv. 1720): Guðrún (d. 5. dec, 1766, á 74. ári) Þorsteinsdóttir, Hafliðasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón í Goðdölum, Páll gullsmiður á Steinsstöðum, Einar í Héraðsdal, Oddur í Glæsibæ í Sæmundarhlíð, Krákur smiður á Leifsstöðum, Björg f.k. Þorkels Ólafssonar að Sviðningi í Kolbeinsdal, Þorbjörg átti Eirík Guðmundsson á Ýrarfelli, Guðrún átti Jón Pálsson að Miðhúsum í Blönduhlíð (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.