Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn langur Þórisson

(um 1270–1310)
. Herraður fyrir eða 1301; kom þá út og var skipaður Skagafjörður (Flateyjarannáll). Ef íslenzkur, þá faðir hans: Þórir (f. um 1246), líklega bóndi að Hofi í Goðdölum, og hefir verið faðir Jóns, er þar bjó um 1300 (Dipl. Isl. TI, 464), en sonur Teits Styrmissonar, Þórissonar. Móðir Teits Sigríður, laundóttir Sighvats á Grund í Eyjafirði, Hvamm-Sturlusonar. Teitur kvæntist haustið 1245 Sigríði, dóttur Hálfdanar á Keldum (Sturl.? TI, 88); hún hefir verið laungetin og elzt af börnum Hálfdanar, sem kvæntist Steinvöru Sighvatsdóttur 1231 (Annálar). 1302 fór herra Sveinn utan og kom út 1303. 1305 hefir Sveinn enn farið utan og þá kært Jörund biskup fyrir það, er biskup hafði látið ræna hval, er fátækir menn áttu, en bændur höfðu flutt hvalinn í land á helgum dögum. Því lætur Hákon konungur háleggur gera bréf um þetta til Jörundar biskups um 1305 og hótar honum hörðu, ef biskup borgi ekki fátækum mönnum hvalinn (Dipl. Ísl. 11, 345–347). Bréf þetta hefir konungur sent til biskups með herra Sveini lang, sem kom út 1306. Síðast er útkomu herra Sveins langs getið 1310 (Annálar). Eftir það er Sveins ekki getið, svo að víst sé. Niðjar hans cu ókunnir. Þó hefir verið gizkað á, að sonur hans hafi verið Jón langur, sá er féll í Grundarbardaga úr liði Smiðs hirðstjóra 8. júlí 1361. En sú tilgáta styðst aðeins við auknefnið „langur“, sem algengt var um hávaxna Jóna á 14. og 15. öld, og er líklegra, að Jón þessi hafi verið Norðmaður og meðal fylgdarmanna Smiðs úr Noregi (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.