Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Kráksson

(um 1693–í júlí 1720)

Stúdent.

Foreldrar: Krákur stúdent Sveinsson í Holti í Fljótum og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir í Neðra Haganesi, Einarssonar.

Tekinn í Hólaskóla 1708, stúdent 1715. Var síðan í þjónustu Benedikts lögmanns Þorsteinssonar, varð fyrir slysaskoti á alþingi 1720 og andaðist af því.

Launsonur hans (með Ástríði Þorláksdóttur á Grýtubakka, Benediktssonar): Sveinn bl., d. 1744 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.