Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Jónsson

(um 16. sept. 1816–10. júlí 1866)

Hreppstjóri, skáld.

Foreldrar: Jón Ögmundsson að Firði í Seyðisfirði og kona hans Katrín Sveinsdóttir frá Selsstöðum. Bjó að Firði í Seyðisfirði, síðan á Kirkjubóli í Norðfirði. Í Lbs. eru kvæði eftir hann. Dætur hans fyrir hjónaband: Katrín átti Ólaf Guðmundsson að Firði í Mjóafirði, Margrét átti Jón Þorsteinsson á Kirkjubóli í Norðfirði.

Kona 1: Guðlaug Eiríksdóttir frá Vestdal.

Kona 2: Guðný Benediktsdóttir prests á Skorrastöðum, „ Þorsteinssonar.

Sonur þeirra: Benedikt átti lengi heima að Firði í Mjóafirði, ókv. og bl. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.