Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Jónsson

(26. nóv. 1603–13. jan. 1687)

Prestur,

Foreldrar: Jón Guðmundsson í Siglunesi og kona hans Steinvör Ólafsdóttir, Ormssonar. Tekinn í Hólaskóla 1616, stúdent 1625, Var sveinn Þorláks byskups Skúlasonar 1628–33, fór utan 1634, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 4. maí 1635, kom til landsins aftur 1637, hjálpaði Þorláki byskupi við biblíu hans veturinn 1637–8, heyrari í Hólaskóla veturinn 1638–9, vígðist 4. júní 1639 kirkjuprestur að Hólum, fekk Barð 1649 og hélt til æviloka.

Var vel að sér, fornfróður, hafði bréfaskipti við Ole Worm (sjá Epistolæ hans), orkti bæði á latínu og ísl. (sjá Lbs., sjá og kvæði pr. framan við málfræði Runólfs Jónssonar, Kh. 1651).

Hann byrjaði að taka saman ísl. orðabók, samdi rit um drauma (,Oedipus“), fornvísnaskýringar, þýddi sitt hvað, en flest mun þetta nú glatað.

Kona (1643): Björg Ólafsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Erlendssonar; hafði hann áður (1641) átt með henni barn í lausaleik (sakeyrisreikningar Hegranesþings).

Börn þeirra: Síra Jón eldri á Barði, síra Páll í Goðdölum, Guðmundur heyrari í Hólaskóla, Krákur stúdent í Stóra Holti í Fljótum, Jón yngri í Tungu í Fljótum, Hildur átti Erlend lögréttumann Jónsson á Sökku, Vilborg átti Jón varalögmann Eyjófsson, Steinvör átti Ólaf sýslumann Einarsson í Skaftafellsþingi, Sigríður óg. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.