Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Jónsson

(19. apr.1862 – 13. maí 1947)

. Trésmíðameistari. Foreldrar: Jón Helgason á Steinum undir Eyjafjöllum og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Skógum, Ísleifssonar. Nam trésmíði í Rv. 1883–86; stundaði þá iðn í Vestmannaeyjum til 1898, en síðan í Rv.; var yfirsmiður margra húsa. Einn af stofnendum timburverksmiðjunnar „Völundur“ í Rv. og í stjórn hennar, Fekkst og all-lengi við verzlun (veggfóður). Lengi í byggingarnefnd Rv. og bæjarfulltrúi um hríð. Starfaði mikið að bindindismálum og var heiðursfélagi í Stórstúku Ísl.; var og áhugamaður um stjórnmál, Ritstörf: Ýmsar greinar í blöðum; um Ingólf Arnarson landnámsmann (í hdr.). Kona 1 (12. nóv. 1886): Guðrún Runólfsdóttir á Maríubakka, Runólfssonar; þau skildu. Börn þeirra: Sveinn forstjóri í „Völundi“, Júlíana listmálari, Ársæll forstjóri í Vestm.eyjum, Sigurveig átti þýzkan mann, Isebarn. Kona 2 (18. ág. 1907): Guðrún (d. 1. mars 1941, 81 árs) Guðmundsdóttir á Keldum, Brynjólfsonar; hún átti áður Filippus Filippusson í Gufunesi; þau Sveinn skildu, bl.

Kona 3 (8. ág. 1918): Elín (d. 10. ág. 1933, 55 ára) Magnúsdóttir járnsmiðs í Rv., Árnasonar; þau bl. Kona 4 (18. maí 1935): Guðlaug (f. 10. júní 1904) Teitsdóttir á Stóru-Drageyri í Skorradal, Erlendssonar; þau bl. (Br7.; Óðinn XXIX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.