Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Jónsson

(1757–26. júlí 1829)

Prestur,

Foreldrar: Síra Jón Sveinsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Guðríður Jónsdóttir. F. á Prestbakka. Lærði fyrst hjá föðurbróður sínum, síra Guðlaugi síðast að Vatnsfirði, tekinn í Skálholtsskóla 1776, stúdent 20. apr. 1780, vígðist 3. ág. 1783 aðstoðarprestur föður síns, bjó í Grænanesi, fekk Prestbakka í Hrútafirði 18. dec. 1794, Hestþing 2. apr. 1811, Miklaholt 11. dec, 1812, í skiptum við síra Jón Bachmann, tók við því 1813, en sleppti því 1817 vegna fátæktar og niðurníðslu staðarins, hafðist við á ýmsum stöðum, var millibilsprestur í Breiðavíkurþingum 1822–6, fekk Grímsey 22. okt. 1826, fór norður og dvaldist að Hrafnagili veturinn 1826–T, fór vorið 1827 út í Grímsey, sagði af sér prestskap 9. júní 1828, fór þá að Miklagarði og andaðist þar. Talinn ekki skarpur að gáfum, en þó andríkur kennimaður, heldur hégómlegur, enginn búsýslumaður og veitti jafnan mjög erfiðlega.

Kona: Guðrún (d. 14. apr. 1832, 86 ára) Sumarliðadóttir að Víðidalsá, Pálssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sumarliði (nefndi sig Vídalín eftir Víðidalsá) fór utan og komst í sjóliðið, Margrét óg., Jón „Vídalín“ garðyrkjumaður og hreppstjóri síðast að Reykjarfirði í Arnarfirði, Ljótunn átti Jón Þorvaldsson í Vallakoti í Andakíl, Guðríður átti Jón hreppstjóra Þórðarson á Hvanneyri og Gullberastöðum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.