Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Jónsson

(1727–12. sept. 1804)

Prestur.

Foreldrar: Jón smiður Jónsson í Tungu í Fljótum og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttur að Brekku í Fljótum, Þorsteinssonar. Fór tvævetur í fóstur til síra Þorvarðs Bárðarsonar að Kvíabekk, tekinn í Hólaskóla 1744, stúdent 1749, vígðist 6. ág. 1752 aðstoðarprestur síra Þorvarðs Bárðarsonar að Kvíabekk, fekk Knappsstaði 1754 og hélt til æviloka. Eftir vitnisburði Gísla byskups Magnússonar var hann ágætur ræðumaður, enda skarpur maður að skilningi, en nokkuð önuglyndur og bráðlyndur.

Um hann eru sagnir.

Kona (30. sept. 1753): Hólmfríður (d. 1780) Þorláksdóttir stúdents að Sjávarborg, Markússonar.

Börn þeirra: Ingiríður óg og bl., Jón ókv. og bl., Torfi ættfræðingur í Klúkum, Ari í Leyningi í Siglufirði, Sigríður óg. og bl., Guðrún átti Berg Guðmundsson á Húnsstöðum, Þórarinn ókv. og bl., Páll varð prentari erlendis, Þórunn óg. og barmnl., Hólmfríður átti fyrst laundóttur (er andaðist skömmu eftir fæðinguna), giftist síðan Jóhannesi Arasyni að Nautabúi í Hjaltadal, síðar á Kappastöðum (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.