Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Hannesson

(3. apr. 1889– 2. júlí 1945)

. Bóndi, skáld. Foreldrar: Hannes Kristjánsson í Móbergsseli í Langadal og kona hans Þóra Kristín Jónsdóttir á Sævarlandi, Sveinssonar. Bóndi í Elivogum í Skagafirði og á Sneis og Refsstöðum í Engihlíðarhreppi. Var kunnur hagyrðingur; kenndur við Elivoga. Ritstörf (ljóðmæli): Andstæður, Rv. 1933; Nýjar andstæður, Rv. 1935.

Kona: Elín (f.31.okt.1903) Guðmundsdóttir í Heiðarseli, Þorleifssonar. Börn þeirra: Auðun Bragi kennari, Þóra Kristín gift í Vesturheimi. Börn hans, áður en hann kvæntist (með Sigríði Önundardóttur): Þórarinn innheimtumaður í Rv., María (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.