Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Hallgrímsson

(18. mars 1876–1. júní 1940)

Bankaféhirðir.

Foreldrar: Hallgrímur byskup Sveinsson og kona hans Elina, dóttir F. Fevejles yfirlæknis í Kh. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1888, stúdent 1896, með 1. einkunn (84 st.).

Lagði fyrst stund á dýralækninganám í Kh., fekkst síðan við verzlun þar. Varð bókari í Íslandsbanka við stofnun hans, síðan lengi féhirðir þar, en varð að láta af öllum störfum vegna vanheilsu. Konal: Ellen Fevejle (frændk. hans). Synir þeirra: Karl Hemming verzlm., Hallgrímur verzlm., Axel Lúðvík verzlm.

Kona 2: Anna Þorgrímsdóttir; þau bl. (Skýrslur; Morgunbl. 1940).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.