Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Halldórsson

(1725–8. okt, 1805)

Prestur.

Foreldrar: Halldór á Melum í Trékyllisvík Bjarnason (Steinssonar) og f.k. hans Ingveldur Oddsdóttir.

Tekinn í Skálholtsskóla 1743, stúdent 6. maí 1748, með ágætum vitnisburði, varð 10. s. m. djákn á Breiðabólstað í Fljótshlíð, fekk Einholt 1750, vígðist 2. ág. s.á., fekk Hraungerði 7. okt. 1774, tók við staðnum 1775, sagði af sér 26. jan. 1801, en var þar til æviloka. Varð prófastur í Árnesþingi 1780, fekk lausn frá því starfi að beiðni sinni 1792. Hann var vel gefinn maður og í röð helztu kennimanna, fær mjög góðan vitnisburð hjá Finni byskupi, er þó telur hann eiga erfitt með framburð. Eftir hann er skýrsla um bæjahrun í Flóa 1784 (sjá Þorv. Th.: Landskjálftar á Íslandi); líkræða um Finn byskup í Lbs. 44, 4to,

Kona: Anna (í. 1731, d. 22. febr. 1797) Eiríksdóttir að Skálafelli (Jónssonar), systir Jóns konferenzráðs.

Börn þeirra, sem upp komust: Eiríkur hreppstjóri og dbrm. að Ási í Holtum, séra Benedikt í Hraungerði, Solveig, Steinunn f. k. síra Árna Skaftasonar að Hálsi í Hamarsfirði, Ingveldur f. k. síra Jóns Jónssonar í Miðmörk, Guðrún (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.