Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Guðmundsson

(5. sept. 1859–30. júlí 1938)

Kaupmaður.

Foreldrar: Guðmundur Stefánsson á Elliða og í Ferjukoti og f. k. hans Anna Sigurðardóttir á Elliða, Jónssonar. Gerðist verzlm. 1881, síðan verzlunarstjóri á Akranesi, síðan framkvæmdarstj. kaupfélags Borgfirðinga, en rak síðan verzlun og bóksölu. Vann mjög að bindindismálum, var hreppstjóri og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. R. af fálk,

Kona (29. ágúst 1885): Metta Steinunn Hansdóttir. Dætur þeirra: Petrea óg., bóksali á Akranesi, Ingunn átti Harald kaupm. Böðvarsson á Akranesi, Matthildur óg. (Óðinn VII; Br7.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.