Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Guðmundsson

(13. janúar 1869– 2. mars 1942)

.

Prestur. Foreldrar: Guðmundur (d. 11. mars 1882, 62 ára) Jónsson í Hömluholtum í Eyjahreppi, síðar í Ólafsvík, og bústýra hans Ingveldur (d. 20. febr. 1883, 47 ára) Jónasdóttir í Hausthúsum, Sigurðssonar.

Stúdent í Rv. 1891 með 1. eink. (86 st.). Lauk prófi í prestaskóla 24. ág. 1893 með 1. eink. (46 st.). Barnaskólastjóri í Ólafsvík 1893–95. Veittur Rípur 8. dec. 1894; vígður 12. maí 1895; veittir Goðdalir 5. okt. 1899; fekk lausn frá embætti 19. júlí 1904. Veræzlunarmaður í Skarðsstöð 1904–09; settur til prestsþjónustu í Saurbæjarþingum frá 1. okt. 1906 til Í. maí 1907. Veitt Staðarhólsþing 13. mars 1909; sat á Efri-Múla; veitt Árnes 7. sept. 1915. Fekk lausn frá embætti 21. apr. 1937.

Átti síðan heima í Rv. til ævilok.a Ritstörf: Ein hugvekja í 100 hugvekjum, Rv. 1926; greinar í tímaritum (sjá BjM. Guðfr.) og blöðum (Lögréttu).

Kona (17. sept. 1892): TIngibjörg (f. 21. júní 1866) Jónasdóttir prests á Staðarhrauni, Guðmundssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Jónas læknir í Rv., Elinborg Katrín átti Ólaf trésmíðameistara Jónsson á Þingeyri, Jón Guðmundur útgerðarmaður í Rv., Kristján augnlæknir í Rv., Ólöf átti Ragnar Guðmundsson í Rv., Ingveldur, Leonía Guðrún (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.