Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Guðlaugsson Sander

(um 1758–Íí jan. 1781)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Guðlaugur Sveinsson að Vatnsfirði og kona hans Rannveig Sigurðardóttir sýslumanns á Hvítárvöllum, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1772, stúdent 1775, með ágætum vitnisburði, fór utan 1776, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. febr. 1777, með 2. einkunn, tók málfræðapróf 29. apr. 1779, með 1. einkunn, fekk vist í Borchskollegium 1780, andaðist þar úr mislingum, jarðsettur 28. jan. 1781.

Var talinn fluggáfaður maður.

Launsonur hans (með Margréti Þorsteinsdóttur prests í Hvammi í Hvammssveit, Þórðarsonar) talinn Magnús á Garðsstöðum, er kenndur var Þórði Þórðarsyni frá Nauteyri, f. m. móður hans (HÞ.; Safn IV, bls. 79).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.