Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Guðlaugsson

(um 1704–2. ág. 1752)

Prestur.

Foreldrar: Guðlaugur Tómasson að Arnarhóli hjá Fróðá og kona hans Ástríður Sveinsdóttir í Klettakoti hjá Fróðá, Ögmundssonar, Lærði í Hólaskóla (er þar veturinn 1724–5), vígðist 24. okt. 1734 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar á Staðastað, er fóstrað hafði hann, bjó þar í Tröðum, fekk Breiðavíkurþing 1736, tók við Hvammi í Norðurárdal 4. júní 1751 (hafði fengið vonarbréf fyrir því prestakalli 29. apríl 1747) og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð.

Kona (1728). Helga (f. 1695, varð blind 1711, d. 6. nóv. 1780) Jónsdóttir prests á Staðastað, Jónssonar,

Börn þeirra: Síra Guðlaugur að Vatnsfirði, síra Jón á Stað í Steingrímsfirði, Ástríður átti fyrst launbarn með Illuga Jónssyni frá Hólmlátri, giftist síðan Einari Jónssyni á Hrekksstöðum, Kristín átti Vigfús stúdent Eiríksson að Stóra Ási í Hálsasveit (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.