Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Gunnarsson

(27. júlí 1858–4. ág. 1937)

Bóndi o. fl.

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson í Syðra Vallholti og kona hans Ingunn Ólafssdóttir í Kálfárdal, Rafnssonar. Bjó í Borgarey, Bakka, Mælifellsá 1878–1909.

Var síðan lausamaður um Breiðafjarðardali og Borgarfjörð. Kaupmaður í Reykjavík 1917–24, en síðan að Sauðárkróki. Rit: Ævisaga Karls Magnússonar, Ak. 1905; Veraldarsaga, Rv. 1921.

Kona (1878): Margrét Þórunn Árnadóttir í Stokkhólma, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Sigurlaug átti Þorleif Teitsson (Bergssonar) í Hlíð í Hörðudal, Margrét, Steinunn Ingunn, Pálmi Sigurður, Gunnþórunn, Sveinbjörn, Jón Sigurberg, Gunnar, Indíana, Árni, Lovísa, Ólafur, Herselía (Br7.; Osls).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.