Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Steinólfsson
(um 1490, enn á lífi 1563)
Prestur. Hann er kallaður djákn í bréfi 1514.
Prestur er hann talinn 1521 og 1522; mætti ætla, að hann hafi þá verið prestur í Rangárþingi (má vera aðstoðarprestur síra Jóns Einarssonar í Odda). Síðari ár ævinnar hefir hann verið prestur í Laugardal í Tálknafirði (fyrir og eftir 1546). Síðast virðist hann eiga heima í Bæ á Rauðasandi (heimilisprestur þar?); þar er hann 1559 og segist vera nærri 70 ára að aldri). Þess er getið í Byskupaannálum síra Jóns Egilssonar, að síra Ari hafi skorið „allan skurð á Skálholtskirkju innan, bæði á stöfum, hurðum og öðru“. Hefir þetta verið 1529, er Ögmundur byskup Pálsson hóf að reisa kirkjuna. (Dipl. Isl.; Safn I.; HÞ.).
Prestur. Hann er kallaður djákn í bréfi 1514.
Prestur er hann talinn 1521 og 1522; mætti ætla, að hann hafi þá verið prestur í Rangárþingi (má vera aðstoðarprestur síra Jóns Einarssonar í Odda). Síðari ár ævinnar hefir hann verið prestur í Laugardal í Tálknafirði (fyrir og eftir 1546). Síðast virðist hann eiga heima í Bæ á Rauðasandi (heimilisprestur þar?); þar er hann 1559 og segist vera nærri 70 ára að aldri). Þess er getið í Byskupaannálum síra Jóns Egilssonar, að síra Ari hafi skorið „allan skurð á Skálholtskirkju innan, bæði á stöfum, hurðum og öðru“. Hefir þetta verið 1529, er Ögmundur byskup Pálsson hóf að reisa kirkjuna. (Dipl. Isl.; Safn I.; HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.