Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Eiríksson

(4. ág. 1844–19. júní 1907)

Prestur. Foóreldrar: Eiríkur hreppstjóri Jónsson í Hlíð í Skaptártungu og kona hans Sigríður Sveinsdóttir læknis í Vík, Pálssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1867, stúdent 1873, með 3. einkunn (35 st.), próf úr prestaskóla 1875, með 3. einkunn (19 st.).

Fekk Kálfafell 31. ágúst 1875, vígðist 5. sept. s. á. Sandfell 27. ág. 1878, Kálfafellsstað 24. nóv. 1887, Ása 31. mars 1892 og hélt til æviloka. Drukknaði í Kúðafljóti. Alþm. A.-Skaftf. 1886–91.

Kona (23. nóv. 1870): Guðríður (f. 4. sept. 1845, d. 5. dec. 1920) Pálsdóttir prests í Hörgsdal, Pálssonar. Bjuggu þau á skólaárum síra Sveins að Rauðabergi, síðar að Ytri Ásum í Skaftártungu.

Börn þeirra: Sveinn að Fossi í Mýrdal, Guðríður, Páll yfirkennari, Sigríður átti Vigfús Gunnarsson í Flögu, ' Gísli sýslumaður í Vík, sendiherra í Ósló, alþm. lengi, Ragnhildur átti Erasmus Árnason frá Leiðvelli (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.