Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Brynjólfsson

(3. okt. 1856–28. júní 1930)

Steinsmiður, For.: Brynjólfur á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal Björgólfsson (Brynjólfssonar prests í Stöð) og kona hans Sigurborg Stefánsdóttir trésmiðs, Bjarnasonar. Nam steinsmíðar í Rv. og lagði síðan stund á húsagerð eystra, hafði jafnframt gistihús í Vopnafirði og stundaði bæði landbúnað og sjávarútveg. Var þar hreppsnefndaroddviti 3 ár og fulltrúi á Þingvallafundi 1888. Var útflutningsstjóri 1891–3, fór þá til Wp., vann þar að húsagerð. Var umboðsmaður Kanadastjórnar á Íslandi 1901–3 og 1905. Umboðsmaður Danastjórnar í Wp. 4. okt. 1910.

Atorkumaður, vel efnum búinn.

Kona (3. maí 1881): Þórdís Björnsdóttir umboðsmanns, Skúlasonar. Synir þeirra voru fimm (Óðinn VIN; Saga Íslendinga í Vesturheimi, I. 155; Breiðdæla; Almanak Ól. Þorg. 1931).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.