Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Benediktsson

(22. maí 1792–5. sept. 1849)

Prestur.

Foreldrar: Síra Benedikt Sveinsson í Hraungerði og kona hans Oddný Helgadóttir að Hliði á Álptanesi, Jónssonar. F. að Vogsósum. Lærði 1 vetur hjá Helga konrektor Sigurðssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent 1814, með góðum vitnisburði. Vann síðan að ýmsu, mest erfiðisvinnu. Fekk Sandfell 6. júní 1823, vígðist 20. júlí s. á., fekk Þykkvabæjarklaustursprestakall 12. sept. 1827, lét þar af prestskap (að tilhlutan byskups vegna drykkfelldni og geðbilunar) 14. apr. sama ár og hann andaðist.

Kona (1821): Kristín (f. 1794, d. 21. júlí 1879) Jónsdóttir eldra á Árvelli á Kjalarnesi, Örnólfssonar, og höfðu þau áður átt laundóttur, en hann fengið uppreisn. Kristín var atgerviskona.

Börn þeirra: Kristín átti Sigurð gullsmið Jónsson á Vatnsleysu, Oddný átti Högna Árnason að Hrútafelli, Benedikt sýslumaður og alþm. að Héðinshöfða, Þorbjörg ljósmóðir í Reykjavík, Jón fór til Vesturheims, Ragnhildur átti síra Jóhann Knút Benediktsson á Kálfafellsstað, Ólafur garðyrkjumaður, Guðlaug óg., fór til Vesturheims, Solveig (Bessastsk.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.