Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Benediktsson

(13. febr. 1870 – 3. júní 1949)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Benedikt (d. 24. apr. 1902, 63 ára) Benediktsson á Hamri í Hálsþinghá og fyrri kona hans Ragnheiður (d. 5. ág. 1885, 50 ára) Jónsdóttir á Lambleiksstöðum á Mýrum í Hornafirði, Bjarnasonar, Lærði trésmíði, en gerðist bóndi og bjó á Ósi og Skjöldólfsstöðum í Breiðdal 1896– 1907. Fluttist að Búðum í Fáskrúðsfirði 1907 og átti þar heima til æviloka; stundaði húsasmíði til 1930. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og tók þátt í félagsstarfsemi.

Hreppstjóri frá 1929; átti lengi sæti í sýslunefnd; í fasteignamatsnefnd frá 1929. Oddviti hreppsnefndar um skeið bæði í Breiðdal og á Búðum. Var einn af stofnendum Kaupfélags Breiðdæla og í stjórn þess meðan hann dvaldist þar. Formaður Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar frá 1933. Kona (6. júlí 1895): Kristborg (f. 6. maí 1875) Brynjólfsdóttir á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, Jónssonar. Börn þeirra: Guðlaug, Oddný Jóhanna átti Björgvin kaupmann Þorsteinsson á Fáskrúðsfirði, Benedikt, Guðríður átti Eið kennara Albertsson (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.