Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn (Helgi) Jónsson

(12. mars 1892–8. janúar 1942)

.

Framkvæmdastjóri, skáld. Foreldrar: Jón Björn Stefánsson á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi, síðar póstur og bóndi í Torfustaðahúsum í Miðfirði (Jónssonar prófasts í Steinnesi, Péturssonar) og kona hans Arndís Helga Bjarnadóttir í Öxl í Þingi, Gíslasonar, Stúdent í Rv. 1914 með einkunn 4,5 (58 st.). Hóf nám við háskólann í Kh., fyrst í læknisfræði, síðar í norrænni málfræði, en lauk ekki prófi; gekk í Brochs Handelsskole og lauk prófi þaðan, Vann um hríð hjá endurskoðunarfyrirtæki í Kh., stofnaði síðan (með öðrum) endurskoðunarskrifstofu, er starfaði um stutt skeið. Varð úr því forstöðumaður hanzkagerðar.

Fekkst við ljóðagerð á yngri árum (sjá Óðin VITT–X). Átti heima í Kh. til æviloka. Kona dönsk; þau bl. (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.