Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Þórðarson

(15. öld)

Prestur.

Foreldrar: Þórður að Laugum Þorsteinsson, Marteinssonar í Mávahlíð, Þorleifssonar (SD.), og f.k. hans Þórdís Finnbogadóttir gamla, Jónssonar. Er nefndur djákn að Hólum 1430, umboðsmaður Garðs í Kelduhverfi 1431, prestur að Múla 1433–90, prófastur í syðri hluta Þingeyjarþings 1458, officialis 1463–8 og 1475.

Kemur síðast við skjöl 1490.

Hann var í röð helztu presta.

Er oft nefndur „Barna-Sveinbjörn“ og honum eignað að hafa átt fjölda barna („50 og hálfrefi að auk“). Óvíst er, hvað hæft er í því. Af börnum hans eru nefnd: Auðun, Sigurður (faðir Helgu, barnsmóður Jóns byskups Arasonar), Þorsteinn langafi Guðbrands byskups), Árni, Guðný átti Eyvind nokkurn, Þórður, síra Þorgils eða Gísli, Tómas (Dipl. Isl.; JH. Bps. 1; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.