Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

(21. maí [30. maí, Bessastsk., 29. maí, Vita] 1800–12. júní 1869)

Prestur.

Foreldrar: Sveinbjörn lögréttumaður Þórðarson á Hvítárvöllum og s. k. hans Margrét Brandsdóttir í Hróarsholti, Pálssonar. Var í Bessastaðaskóla 1818–20 og þókti óhæfur til náms. Lærði síðan sjá síra Helga síðar byskupi Thordersen, varð stúdent frá honum úr heimaskóla í Saurbæ 1824, með mjög lélegum vitnisburði í flestum námsgreinum; var síðan um hríð hjá honum í Odda, bjó árið 1829–30 að Minna Hofi á Rangárvöllum, 1830–5 á Indriðastöðum í Skorradal, síðan 3 ár í Höfn í Melasveit. Vígðist 22. okt. 1837 aðstoðarprestur síra Jóns Magnússonar í Hvammi í Norðurárdal og fluttist vorið 1838 að Hamri í Þverárhlíð, fekk Staðarhraun 14. mars 1848, lét þar af prestskap vegna sjóndepru 1859, var síðan hjá börnum sínum, andaðist að Brúarfossi.

Kona (5. júní 1829 [1826, Vita]): Rannveig Vigfúsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Þórarinssonar, ekkja Þórarins sýslumanns Öfjörds.

Börn þeirra síra Sveinbjarnar, er upp komust: Helgi að Hlíðarfæti, Ragnheiður átti fyrst Gest Jónsson í Múlaseli, síðar Grím Sigurðsson í Katanesi, síðast Guðlaug Magnús Jónsson (frá Langholti, Magnússonar) sst. og í Rv., Margrét átti fyrr Þorvarð hreppstjóra Ólafsson á Kalastöðum, síðar Ólaf járnsmið Þórðarson í Rv., Þórður í Tungu í Staðarsveit, (Bessastsk.; Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1837; SGrBf.) Sveinbjörn Sveinbjörnsson (28. júní 1847–23. febr. 1926).

Tónskáld.

Foreldrar: Þórður dómstjóri Sveinbjörnsson og s.k. hans Kirstín Lárusdóttir kaupm. Knudsens í Rv. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1859, stúdent 1866, með 2. einkunn (72 st.), úr prestaskóla 1868, með 1. einkunn (47 st.). Var síðar lengi söngkennari í Edinborg, en síðustu ár ævinnar í Vesturheimi, en andaðist í Kh. Hefir samið fjölda sönglaga, sem prentuð voru einstök (þ. á m. þjóðsönginn „Ó, guð vors lands“) (sjá bókaskrár og spjaldskrár í Lbs.), „Íslenzk þjóðlög“, Edinb. 1923. R. af dbr. 12. apr. 1907, str. af fálk. 1. dec. 1923. Prófessor að nafnbót.

Kona: Eleanor, dóttir John Christies málflutningsmanns í Aberdeen; þau bl. (BjM. Guðfr.; Óðinn IV; Æskan, 28. árg.; o. fl.) Sveinbjörn (Gestur) Sveinbjörnsson (17. dec. 1861–8. jan. 1924). Yfirkennari.

Foreldrar: Síra Sveinbjörn Hallgrímsson í Glæsibæ og s.k. hans Margrét Narfadóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1876, stúdent 1882, með 1. eink. (96 st.). Stundaði síðan nám í málfræði, einkum frakknesku, í háskólanum í Kh., en lauk eigi prófi, varð stundakennari 1887, adjunkt 1896, yfirkennari 1907 og loks lektor 1910 í latínuskólanum í Árósum.

Ritstörf: Icelandic phonetics (með öðrum), Aarhus 1933; greinar í Maitre phonetique, Paris 1894 og í Eimreið 1895, auk greina í ýmsum dönskum blöðum (Skýrslur; Br7.; Ársrit fræðafél, 1924; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.