Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Johnson

(10. júlí 1883–19. mars 1946)

Prófessor, ráðherra. Foreldrar: Jón skipstjóri Jónsson og Guðbjörg Ólafsdóttir. Fæddur á Hólum í Hjaltadal. Fluttist til Vesturheims 1887 með móður sinni og stjúpa. Lauk prófum við ríkisháskólann í N.-Dakota 1906 (B.A.), 1907 (M.A.) og 1908 (LL.B.). Bókavörður og síðar lögfræðilegur ráðunautur fylkisþingsins í N.-Dakota til 1917.

Gerðarmaður (referee) við gjaldþrotaskiptadeild alríkisdómstólsins fyrir N.-Dakota 1918–21; dómsmálaráðherra 1921–22 og dómari í hæstarétti N.-Dakota 1922–26. Prófessor við ríkisháskólann í Urbana í Tllinois-ríki og jafnframt lögfræðilegur ráðunautur háskólans frá 1926 til æviloka.

Fulltrúi Bandaríkjanna á Alþingishátíðinni 1930. Kjörinn heiðursdoktor í lögfræði við Háskóla Íslands 25. júní 1930.

Str. af fálk. 1937. Ritstörf: Pioneers of Freedom. An account of the Icelanders and the Icelandic Free State 874– 1262, útg. 1930; margar greinar um lögfræðileg efni í amerískum tímaritum. Vann að þýðingu á Grágás á ensku. Kona: Esther Henryetta Slette, norsk að ætt.

Sonur þeirra: Poul Sveinbjörn (Árbók Háskóla Íslands 1929 –30; Almanak Ól. Þorg. 1943; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.