Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Hallgrímsson

(25. sept. [26. sept., Bessastsk. og Vita] 1815–1. janúar 1863)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hallgrímur Jónsson í Görðum á Akranesi og s.k. hans Guðrún Egilsdóttir úr Innri Njarðvík, Sveinbjarnarsonar. Var frá 10. ári í fóstri hjá móðurbróður sínum, Sveinbirni síðar rektor Egilssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1830, stúdent 1834, með mjög góðum vitnisburði (ágætlega í 10 námsgreinum, 2. eink. í þrem). Var síðan 5 ár á Eyvindarstöðum og kenndi á vetrum, því næst hjá síra Hannesi Stephensen að Ytra Hólmi, vígðist 9. okt. 1842 aðstoðarPrestur síra Péturs Jónssonar að Kálfatjörn, bjó um hríð í Halakoti, var millibilsprestur í Reykjavík í utanför Helga byskups Thordersens, missti prestskap fyrir barneign með konu þeirri, er hann kvæntist síðar.

Var ritstjóri Þjóðólfs 1848–52, Ingólfs 1853–5, varð í júní 1855 aðstoðarprestur síra Hallgríms Thorlaciuss að Hrafnagili, fekk Glæsibæ 15. maí 1860 og hélt til æviloka. Hafði liprar gáfur og lipurt orðfæri, tók og mjög þátt í stjórnmálum, var 2. þjóðfundarfulltrúi Borgfirðinga 1851. Þegar stiftsyfirvöld bönnuðu prentun eins tölublaðs Þjóðólfs 1850, fór hann utan og lét prenta í Kh. og nefndi „Hljóð-ólf“ (30.–31. tölubl.). Hann hafði og afskipti af því, að Reykvíkingar afsögðu prestsþjónustu síra Ásmundar Jónssonar. Eftir hann liggja mikil ritstörf á prenti, auk blaðanna: Minnilegur fermingarðagur, Rv. 1851; Nýársgjöf, Rv. 1851; Ungs manns gaman, Rv. og Ak. 1852–T; Nýtt stafrófskver, Rv. 1853; Dálítil dönsk lestrarbók, Rv. 1853 (Ak. 1856 og Rv. 1880); Píningarsaga, Rv. 1854; Vefarinn með tólfkóngaviti, Rv. 1854; Þrjár ræður, Ak. 1856; Afmælisdagur í 12 stundum, Ak. 1856; Predikun, Ak. 1857; Útfm. síra Hallgríms Thorlaciuss, Ak. 1860. Þýðing: Nýjar hugvekjur, Rv. 1852. Í handritum í Lbs. eru ritgerðir eftir hann.

Kona 1 (12. júní 1843): Sigríður (d. 28. febr. 1847, 29 ára) Pétursdóttir sýslumanns Ottesens; áttu 1 son, sem komst ekki upp.

Kona 2 (20. júlí 1852): Margrét (f. 15. ág. 1819, d. 14. júlí 1887) Narfadóttir í Hlöðunesi, Erlendssonar.

Börn þeirra: Sigríður óg. og bl., Kristín Helga s.k. síra Kjartans Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum, Steingrímur fór til Vesturheims, Greta María átti Kristján söðlasmið Ámundason á Kárastöðum í Þingvallasveit, Sveinbjörn Gestur yfirkennari í Árósum (Bessastsk.; Vitæ ord. 1842; Alþmtal; Þjóðólfur 1898; Óðinn IV; Bjarmi, 4. árg.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.