Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sveinbjörn Guðmundsson
(18. apr. 1818–15. maí 1885)
Prestur. Launsonur Guðmundar hreppstjóra Torfasonar í Bæ í Borgarfirði og Guðrúnar Gísladóttur í Langholti, Jónssonar.
Lærði fyrst hjá síra Benedikt Eggertssyni (síðast að Vatnsfirði), en einkum hjá síra Þorsteini Helgasyni í Reykholti.
Tekinn í Bessastaðaskóla 1837, stúdent 1843 (90 st.), varð síðan kennari og skrifari hjá Bjarna amtmanni Þorsteinssyni að Arnarstapa, fekk Keldnaþing 1846, vígðist 13. maí 1847, bjó í Kirkjubæ eystra, fekk Kjalarnesþing 1858 og bjó að Móum, Kross 23. nóv. 1860, Holt undir Eyjafjöllum 26. maí 1874 og hélt til æviloka. Hann þókti góður kennimaður og valmenni.
Kona (8. júní 1847) Elín (f. 1810, d. 26. nóv. 1887) Árnadóttir í Hafnarfirði, Helgasonar; fekk 2. júní 1847 konungsleyfi til þess hjónabands, með því að hún hafði áður átt barn með síra Henrik Henrikssyni, síðast á Skorrastöðum:
Börn þeirra: Guðmundur að Miðskála, Jón að Ásólfsskála, Þorsteinn smiður í Gerðakoti, síðast í Rv., Sigríður óg., Guðbjörg Sigríður f.k. síra Kjortans Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum (Vitæ ord. 1847; SGrBf.; HÞ.).
Prestur. Launsonur Guðmundar hreppstjóra Torfasonar í Bæ í Borgarfirði og Guðrúnar Gísladóttur í Langholti, Jónssonar.
Lærði fyrst hjá síra Benedikt Eggertssyni (síðast að Vatnsfirði), en einkum hjá síra Þorsteini Helgasyni í Reykholti.
Tekinn í Bessastaðaskóla 1837, stúdent 1843 (90 st.), varð síðan kennari og skrifari hjá Bjarna amtmanni Þorsteinssyni að Arnarstapa, fekk Keldnaþing 1846, vígðist 13. maí 1847, bjó í Kirkjubæ eystra, fekk Kjalarnesþing 1858 og bjó að Móum, Kross 23. nóv. 1860, Holt undir Eyjafjöllum 26. maí 1874 og hélt til æviloka. Hann þókti góður kennimaður og valmenni.
Kona (8. júní 1847) Elín (f. 1810, d. 26. nóv. 1887) Árnadóttir í Hafnarfirði, Helgasonar; fekk 2. júní 1847 konungsleyfi til þess hjónabands, með því að hún hafði áður átt barn með síra Henrik Henrikssyni, síðast á Skorrastöðum:
Börn þeirra: Guðmundur að Miðskála, Jón að Ásólfsskála, Þorsteinn smiður í Gerðakoti, síðast í Rv., Sigríður óg., Guðbjörg Sigríður f.k. síra Kjortans Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum (Vitæ ord. 1847; SGrBf.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.