Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Eyjólfsson

(20. nóv. 1817–2. ág. 1882)

Prestur.

Foreldrar: Eyjólfur alþm. og dbrm. Einarsson í Svefneyjum og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir prests í Garpsdal, Bergsveinssonar. Lærði fyrst hjá síra Ólafi Sívertsen í Flatey, tekinn í Bessastaðaskóla 1834, stúdent 1840 (einkunn: 80 stig). Var síðan verzlunarmaður í Stykkishólmi og Ólafsvík, vígðist 16. apr. 1843 aðstoðarprestur síra Brynjólfs Bjarnasonar í Miklaholti, missti þar prestskap fyrir barneignarbrot 12. febr. 1844 með konu þeirri, er hann átti síðar, fekk uppreisn 2. júní 1847, fekk Árnes 6. mars 1849, sagði þar af sér prestskap 5. maí 1881, en var þar til æviloka. Var prófastur í Strandasýslu 1871–81. Talinn lítt laginn til prestsverka og ekki gáfumaður, en söngmaður góður, viðfelldinn í viðmóti, búhöldur mikil og fjáraflamaður.

Kona 1 (13. maí 1843): Guðrún (f. 20. apr. 1814, d. 8. ág. 1844) Guðmundsdóttir prests á Staðastað, Jónssonar; áttu tvíbura, er dóu skömmu eftir fæðinguna.

Kona 2 (26. nóv. 1846): Guðrún (sú, er hann hafði áður átt barn við, f. 1820, d. 29. maí 1900) Ólafsdóttir, þjónustustúlka að Búðum. Dóttir þeirra: Sveinsína átti Jakob verzlm. Þorsteinsson frá Grund í Svínadal (Vitæ ord. 1843; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.