Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Egilsson

(24. dec. 1791–17. ágúst 1852)

Rektor, skáld.

Foreldrar: Egill Sveinbjarnarson í Innri-Njarðvík og kona hans Guðrún Oddsdóttir.

Var hjá Magnúsi dómstjóra Stephensen frá 1801, lærði hjá Ýmsum, síðast síra Árna Helgasyni, varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1810, var síðan áfram hjá Magnúsi Stephensen, fór utan 1814, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 11. jan. 1815, með 1. einkunn, tók 2. lærdómspróf 22. apr. og 30. okt. s. á., með ágætiseinkunn, guðfræðapróf 11. jan. 1819, með 1. einkunn, varð 27. mars s. á. kennari í Bessastaðaskóla og kom til landsins samsumars, bjó fyrst á Bessastöðum, en frá 1835 á Eyvindarstöðum. Varð 27. apr. 1846 rektor hins fyrirhugaða Reykjavíkurskóla, fluttist síðan til Rv. og átti þar heima til æviloka. Vegna skólauppþotsins (17. jan. 1850) fór hann um veturinn til Kh., stýrði skólanum veturinn 1850–I, fekk 16. júní 1851 lausn frá embætti frá 1. júlí að telja. Var sæmdur doktorsnafnbót í guðfræði af háskólanum í Breslau, 27. nóv. 1843, heiðursfél. bmf. 1844, einn af stofnöndum fornfræðafélagsins og aðalstarfsmaður þess. Var allra manna bezt að sér og skáld gott á ísl. og latínu. Ritstörf: Ljóðmæli, Rv. 1856; Lexicon poeticum, Kh. 1860. Sá um prentun á: Ólafsdrápu Tryggvasonar 1832; kvæðum Benedikts yfirdómara Gröndals 1833; Plácitusdrápu 1833; Fjórum gömlum kvæðum 1844; Eddu Sn. St. 1858; Tveim brotum af Haustlöng og Þórsdrápu 1851. Vann með öðrum að því að koma út Sturlungasögu 1817–20; Fornmannasögum 1825–37. Þýðingar á ísl.: Odyssea 1829–40, 1912; Odysseifskvæði 1854; Tionskviða 1855; Tlionskvæði 1856; þýðingar á lat.: Scripta hist. Isl. (Fornmannasögur) 1828–46; Edda Sn. St. I. 1848–57. Í biblíuþýð. á hann Opinberunarbók í N.7. í Viðey 1826, 2. Mosesbók og spámannabækur allar (nema Jeremías), Viðey 1841. Um handrit sjá Lbs.

Kona (20. júní 1822): Helga (f. 9. júní 1800, d. 6. ág. 1855) Benediktsdóttir yfirdómara Gröndals.

Börn þeirra, sem upp komust: Þuríður átti síra Eirík Kúld í Stykkishólmi, Benedikt skáld Gröndal, Egill (Egilson) kaupmaður, Guðrún átti síra Þórð Þorgrímsson í Otradal, Kristín átti Sören verzlunarmann Hjaltalín í Stykkishólmi, Sigríður átti Gunnlaug sýslumann Blöndal, Valborg Elísabet f.k, síra Þorvalds (Gunnlaugs Þorvalds) Stefánssonar í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteinn (Egilson) cand. theol. og kaupmaður í Hafnarfirði, Guðlaug Ragnhildur, d. ógift 1866 (Útfm., Rv. 1855; Ljóðmæli, Rv. 1856; HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.