Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn Björnsson

(9. sept. 1854–8. sept. 1931)

Skáld.

Foreldrar: Björn Einarsson í Narfakoti á Vatnsleysuströnd og kona hans Þorgerður Pálsdóttir frá Fróðholtshól. Var í Hafnarfirði 1888–97, síðan í Rv. Vann mest að steinsmíðum.

Ritstörf: Tvö kvæði, Rv. 1906; Kosningarnar 28. okt. 1911, Rv. 1911; Hillingar, Rv. 1914; Bakkus konungur, Rv. 1915; Ljóðmæli, Rv. 1924.

Kona (3. dec. 1887): Þorkatla Sigríður Sigvaldadóttir í Ásbúð í Hafnarf., Ólafssonar. Synir þeirra: Sigvaldi, Sveinbjörn (Óðinn X; o.fl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.