Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinbjörn (Ásgeir) Egilson

(21, ág. 1863 – 25. okt. 1946)

Ritstjóri o. fl. Foreldrar: Þorsteinn (d. 20. okt. 1911, 69 ára) Egilsson kaupmaður í Hafnarfirði og fyrsta kona hans Arndís (d. 23. okt. 1905, 65 ára) Ásgeirsdóttir á Lundum í Stafholtstungum, „Finnbogasonar.

Stúdent í Rv. 1884 með 2. eink. (63 st.). Var í prestaskólanum hæsta vetur, en hætti þá námi 08 gerðist sjómaður. Var í siglingum víða um heim í 20 ár; átti síðan heima í Rv. til æviloka. Skrifstofustjóri Fiskifélags Íslands 1914–34. Skipaskoðunar- og virðingamaður Sjóvátryggingafélags Íslands í 20 ár; í skipaeftirlitsnefnd 1920 –21. Lengi prófdómari við Stýrimannaskólann í Rv. Ritstjóri „Ægis“ 1914–37. Ritstörf: Leiðarvísir í sjómennsku, Rv. 1906; Handbók fyrir ísl. sjómenn, Rv. 1925; Sjóferðasögur, Rv. 1934; Vasabók sjómanna, Rv. 1931; Ferðaminningar I-II, Rv. 1930–32; 2. útg. (aukin) I–II, Rv. 1949.

Kona (27. maí 1908): Elín (f. 13. maí 1892) Vigfúsdóttir á Kálfárvöllum í Staðarsveit, Vigfússonar. Synir þeirra: Þorsteinn verzim., Egill vátryggingamaður, Vigfús verzim., Gunnar verzim., Sveinbjörn verzim. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.