Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Svartur Árnason

(16. og 17. öld)

Prestur. Hann kemur við skjöl fyrst 1546– 7 og virðist þá og næstu ár vera prestur í Eyjafirði. 1573 hefir hann þjónað Miklabæ eða a.m.k. Silfrastaðakirkju. Sumar prestasögur telja hann hafa síðast orðið prest á Ríp 1586 eða 1589. Hann fær ölmusupeninga 1586, 1588–91. Er enn álífi 1601, þá uppgjafaprestur og fær þá ölmusupeninga (Dipl. Isl.; Bréfab. Guðbr. Þorl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.