Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Svanur Jónsson

(1821–? )

Skáld. Faðir: Jón Bjarnason á Súlunesi. Vel gefinn maður.

Lenti í flakki og drykkjuskap.

Var á Staðarhóli í Hvanneyrarhverfi 1845 (JBf.). Dæmdur fyrir gripdeild í hegningarhús í Kh. og dó þar (JBf. Rith.). Í Lbs. eru eftir hann rímur af Böðvari bjarka 1845 og brot í samkviðlingum með öðrum.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.