Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Svanlaug (Margrét) Thorarensen

(19. febr. 1896 – 6. nóv. 1950)

Húsfreyja, stúdent. Foreldrar: Ólafur (d. 2. júní 1915, 62 ára) Árnason kaupmaður á Eyrarbakka og kona hans Margrét Friðriksdóttir póstmeistara á Akureyri, Möllers. Stúdent í Rv. 1916 með einkunn 5,15 (67 st.). Maður (22. mars 1919): Hinrik (f. 15. sept. 1893) Thorarensen læknir á Siglufirði.

Synir þeirra: Oddur lögfr. á Siglufirði, Ragnar verkfr. í Bandaríkjunum, Ólafur viðsk.fr. á Siglufirði, Hinrik hagfr. (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.