Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sumarliði Þorsteinsson

(um 1355 – 1394 eða lengur)

. Foreldrar: Þorsteinn Eyjólfsson á Urðum (svo í Arnarbæli í Ölfusi?) lögmaður og hirðstjóri og (líkl.) kona hans Kristín (d. 1375) Þórðardóttir í Haukadal, Kolbeinssonar Auðkýlings jarls.

Kona Þórðar: Halldóra Þorvaldsdóttir í Langahlíð, Geirssonar. Sumarliði virðist hafa haldið sýslu í Rangárþingi eftir 1390. Árið 1387 varð fundur kaupmanna í Hvalfirði við Sumarliða. „Efldist hann síðan með flokkum og framferðum““. 1390 var veginn Markús í Skógum (bróðir Sumarliða) af tengdasyni sínum, Sæmundi Stefánssyni. 1391 kallaði hirðstjóri (Vigfús Ívarsson) til Skóga, en Sumarliði hélt „föður síns vegna“, Sama ár urðu áverkar með Sumarliða og Runólfi Pálssyni (í Bjarnanesi) og piltum þeirra. Tók meir Sumarliða og hans mönnum (Flateyjarannáll). 3. apríl 1391, á Ökrum í Skagafirði, selur Sumarliði Benedikt Brynjólfssyni Sauðá í Skagafirði fyrir Gilsá og Ánastaði og lausafé (Dipl. Isl. IX, 21–22). Benedikt mætti hafa verið dótturson Benedikt Kolbeinssonar Auðkýlings og þá náfrændi Sumarliða. 1393 fór Sumarliði utan, líklega vegna Skógamála, en mun hafa komið aftur sama sumar, því að 1394, í Glaumbæ, kvittar Sumarliði Benedikt Brynjólfsson fyrir verði jarðarinnar Sauðár, og er það bréfað í Vík í Sæmundarhlíð 16. mars 1394 (Dipl. Isl. 111, 500–501). Eftir það er Sumarliða ekki getið, en hann virðist hafa búið í Glaumbæ 1394. Kona hans er ókunn, en sonur hans gæti verið: Jón, sem getið er vestra 1440, og dóttir? (ónefnd), ef til vill móðir þeirra Eiríks og Bjarna Bjarnasonar í Arnarbæli á Fellsströnd, föður Sumarliða, föður þeirra síra Bjarna og annars Bjarna á Fellsenda. (Þorsteinn Sumarliðason (Dipl. Isl. IV, 436) í rangt árfærðu bréfi, sem raunar er frá því um 1350–60, kann að hafa verið föðurfrændi Sumarliða Þorsteinssonar| (Annálar; Dipl, Isl. TII, VINI, IX; Jón Þorkelsson: Þjóðsögur og munnmæli, bls. 43–44; Blanda VM; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.