Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sumarliði Ormsson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ormur Egilsson að Kálfatjörn og kona hans Bergljót Bjarnadóttir.

Varð sekur um hreinlífisbrot 1622 (sjá sakeyrisreikninga Árnesþings 1622–3). Fekk Mosfell í Mosfellssveit 1625. Með dómi 19. júní 1635 var honum dæmdur sjöttareiður fyrir að hafa eggjað konu til óskírlífis við annan mann, fekk ekki eiðamenn og missti samsumars prestakallið, enda lýsti sama kona síðar legorðssök á síra Sumarliða, og þá sök játaði prestur 24. júlí 1636. Hafðist síðan við á Vatnsleysuströnd og í Grindavík, er á lífi 1652, en d. fyrir 1655.

Kona: Ingveldur Gísladóttir prests á Stað í Grindavík, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Þorleifur á Gauksstöðum í Garði, Ormur, Guðrún átti Rustikus Lénharðsson að Melshúsum á Álptanesi, Bergljót (Barna-Begga) var á sveit í Rosmhvalaneshreppi 1703, Sigurður að Gufuskálum, Guðmundur að Vatnsleysu, Runólfur á Meiðastöðum, Ingiríður, Magnús, má og vera Helga, er var á sveit í Grindavík 1703 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.