Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sumarliði Klemensson

(um 1687–1740)

Sýslumaður.

Foreldrar: Klemens Magnússon að Hnúki í Vatnsdal og kona hans Valgerður Sigurðardóttir, Hann var ekki stúdent. Var lögsagnari í Húnavatnsþingi 1712–13, settur sýslumaður í Strandasýslu 1713, sektaður á alþingi 1714 fyrir ólöglega málsmeðferð, dæmdur frá sýslunni 1717.

Hann arfleiddi 28. dec. 1735 Jóhann sýslumann Gottrup að öllum eignum sínum (þar á meðal Marðarnúpi). Var drykkjumaður og beið bana með þeim hætti, að hann féll af hestbaki og hálsbrotnaði.

Kona (1724): Margrét (f. um 1690) Markúsdóttir lögréttumanns á Völlum, Pálssonar; þau bl. Hún átti barn með öðrum manni (Ólafi Ólafssyni) 1728, og óskaði Sumarliði þá skilnaðar við hana (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.